10.7.2009 | 21:42
Dulbúin vaxtalækkun
Það er ekki bara hlutabréfamarkaðurinn sem hefur hrunið eftir bankahrunið. Samkvæmt Hagsjá Landsbankans er millibankamarkaður nánast horfin. Þannig var engin velta á millibankamarkaði í júnímánuði en bankar fara nú með öll sín krónuviðskipti í gegnum Seðlabankann.
Á sama tíma hafa vextir á millibankamarkaði nálgast innlánsvexti Seðlabankans en fyrir bankahrun fylgdu þeir stýrivöxtum SÍ. Á sama tíma og stýrivextirnir hafa lækkað um 6% á undanförnum mánuðum hafa innlánsvextirnir, eða hinir "eiginlegu stýrivextir kerfisins" eins og greiningardeildin kallar þá, lækkað um 8%. Því hefur átt sér stað dulbúinn vaxtalækkun. Vextir hafa því lækkað meira en margir hafa viljað láta í veðri vaka, þar á meðal hagsmunasamtök atvinnurekenda, og ætti það auðvitað að hjálpa skuldsettri þjóð úr sínum vanda.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.