7.7.2009 | 20:54
Banki tekur á sig mannlega mynd
Mikið hlýtur Íslandsvinurinn Mike Ashley, eigandi Newcastle Utd. sem var fjármagnaður af Kaupthing Singer & Friedlander, að vera ánægður að vera búinn að fá tvö tilboð í þetta fornfræga lið. Samkvæmt frétt DV er hinn rótgróni fjárfestingarbanki Seymour Price orðinn stjórnarmaður í Newcastle Utd. En ætli Ashley geri upp við skilanefnd Kaupþings að fullu?
Mike Ashley, eigandi Newcastle, gæti loks losnað við klúbbinn í vikunni en tvö tilboð upp á 100 milljónir punda hafa borist í félagið sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Áður höfðu fjögur boð upp á það sem talið er vera um 60 milljónir borist en Ashley var ákveðinn að selja á ekki minna en 100 milljónir punda.
Seymour Price, stjórnarmaður hjá Newcastle sem ætlað var að finna kaupendur, opinberaði þetta en eitt boðanna upp á 60 milljónir punda var frá fyrrum stjórnarformanninum, Freddie Shepherd.
Hann mun í vikunni meta bæði nýju boðin og gefa Mike Ashley sitt mat á þeim sem vilja kaupa klúbbinn. Eins og staðan er erum við að meta þetta með lögfræðingum okkar og hjálpa þeim sem hafa áhuga á félaginu eins mikið og við getum að afla sér upplýsinga
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.