3.7.2009 | 16:12
Innovate og fleiri vond fyrirtæki
Gjaldþrot Innovate í Bretlandi var mikið áfall fyrir Eimskipafélagið. Félagið eignaðist Innovate að öllu leyti í júní 2007 með kaupum á 45% hlut í félaginu fyrir 3,7 milljarða króna. Þetta var í eina skiptið í útrás Eimskips þar sem kaupverðið var reitt af hendi með útgáfu nýrra hlutabréfa.
Aðeins ári eftir að Eimskip eignaðist Innovate afskrifaði það 74 milljónir evra þegar ljóst var að rekstur Innovate stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.
En Innovate var ekki eina fyrirtækið sem tengdist Eimskip beint eða óbeint sem fór flatt. Fortíðardraugurinn XL Leisure Group fór í gjaldþrot og féll þá 207 milljóna evra ábyrgð á félagið eftir að Samson gat ekki komið til bjargar. Hollenska frystigeymslufyrirtækið Daalimpex fór svo í þrot snemma á þessu ári þar sem Eimskip gat ekki endurfjármagnað það.
Aðeins ári eftir að Eimskip eignaðist Innovate afskrifaði það 74 milljónir evra þegar ljóst var að rekstur Innovate stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.
En Innovate var ekki eina fyrirtækið sem tengdist Eimskip beint eða óbeint sem fór flatt. Fortíðardraugurinn XL Leisure Group fór í gjaldþrot og féll þá 207 milljóna evra ábyrgð á félagið eftir að Samson gat ekki komið til bjargar. Hollenska frystigeymslufyrirtækið Daalimpex fór svo í þrot snemma á þessu ári þar sem Eimskip gat ekki endurfjármagnað það.
Vissi af vandamálum Innovate haustið 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.