En hvað með tryggingagjaldið?

Þann 1. júlí hækkaði tryggingagjald úr 5,34% í 7,0%. Hækkunin nemur 31% og leggst af fullum þunga á fyrirtækin í landinu. Markmiðið er m.a. að bæta stöðu atvinnuleysistryggingasjóðs en á móti er varla hægt að ætla annað en að fyrirtæki reyni með öllum tiltækum ráðum að draga úr launakostnaði.

Hagdeild Landsbankans telur að hækkun trygggingagjald muni auka tekjur ríkissjóðs verulega, eða um 12,5 milljarða. Til samanburðar gæti hækkun kolefnisgjald skilað ríkissjóði um 7,7 milljörðum króna, að sögn hagdeildarinnar.

Það vekur athygli mína að SA, heildarsamtök atvinnulífsins, hefur lítið sem ekkert tjáð sig um þessa hækkun. Þar á bæ hafa menn meiri áhyggjur af kolefnis- og sykursköttum! Hafa forystumenn SA engar áhyggjur af hækkun tryggingagjalds sem mun að öllu óbreyttu hækka launakostnað fyrirtækja umtalsvert?


mbl.is SA: Tillögur fjármálaráðuneytisins vanhugsaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband