Mótaðgerðir nauðsynlegar

Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru 100 fleiri fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta en árið áður. Ríflega 400 fyrirtæki urðu gjaldþrota, eða um 80 á mánuði, flest í byggingariðnaði.

Hækkun tryggingagjalds úr 5,34% í allt að 7,0%, sem vinstri stjórnin hefur boðað, mun einungis auka á vanda fyrirtækjanna í landinu og líklega þrýsta á þau að segja upp fleira starfsfólki og/eða lækka launakostnað. Ég velti því fyrir mér hvort hugsanlegar mótaðgerðir til skemmri tíma gætu falist í lækkun greiðslna í lífeyrissjóðakerfið. Þannig yrði dregið úr gríðarlegri sjóðasöfnun nú á krepputímum. Í dag greiða fyrirtæki um 8% mótframlag í sameignarkerfið. Kanna ætti að lækka þetta hlutfall niður í 7% og mögulega að lækka mótframlag í séreignarsparnað í 1,5% úr 2,0%.

Þetta myndi auðvitað valda því að launþegar sæju fram á réttindaskerðingu í lífeyrissjóðum sínum. Aðgerðin gæti hins vegar komið í veg fyrir frekari kollsteypu fyrirtækja og kaupmáttarrýrnun launþega. Með því að létta á fyrirtækjunum til skemmri tíma væri jafnvel hægt til lengri tíma að tryggja nægjanlegt innflæði inn í lífeyrissjóðina.

Mér þætti gaman að vita hvort þessi lausn hefði verið skoðuð þegar atvinnurekendur og launþegasamtökin unnu að gerð stöðugleikasáttmálans?


mbl.is 66 fyrirtæki gjaldþrota í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Mér lýst vel á þessa hugmynd sem tímabundna aðgerð. Jafnvel enn meiri lækkun.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.6.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband