Fyrirtækin borga líka brúsann

Það hefur farið lítið fyrir því að skattskyldir aðilar, aðrir en einstaklingar, eiga líka að borga gjald til útvarpsins ohf. Þessi skattlagning upp á 17.200 krónur leggst líka á fyrirtækin í landinu sem berjast í bökkum þessa dagana og mega við litlum áföllum.

Fyrir mörg fyrirtæki bætist útvarpsgjaldið ofan á verðtryggð stefgjöld sem eru innheimt af fullri hörku af hagsmunasamtökum listamanna.


mbl.is Gjalddagar útvarpsgjalds þrír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég ætla að spara og hlusta á Útvarp sögu það er frítt.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 14:24

2 identicon

Já, en gleymdu því þó ekki Eggert að drjúgur hluti fyrirtækja í landinu borgaði áður afnotagjald - eða átti í það minnsta að gera það. Ætli það séu margar skrifstofur í landinu t.d. sem ekki eru með útvarpstæki á kaffistofunni. Hafi þessi fyrirtæki borgað afnotagjaldið eins og þeim bar, þá er hér ekki um teljandi breytingu að ræða.

Og í mörgum tilvikum getur þessi breyting þýtt sparnað fyrir stærri fyrirtæki. Minn vinnustaður - Orkuveitan - er með fjölda starfsstöðva og á mörgum þeirra eru útvarps- og sjónvarpstæki. Til dæmis í Elliðaárdalnum, þar sem ég vinn, eru fjögur hús á vegum Orkuveitunnar sem hvert um sig kallaði á greiðslu á afnotagjaldi.

Núna borgar fyrirtækið sinn 17 þúsund kall út á eina kennitölu og sparar talsverðan pening á öllu saman!

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 22:43

3 Smámynd: Eggert Þór Aðalsteinsson

Sæll og blessaður Stefán,

já, sparnaðurinn liggur kannski fyrir stærri fyrirtæki eins og OR, Existu og Baug Group. Eg sé hins vegar ekki sparnaðinn fyrir smærri fyrirtæki þegar verðtryggð Stef-gjöld bætast við, ekki síst þegar mögulegur vaxtarbroddur liggur í upprisu nýrra og smærri fyrirtækja. Hversu sanngjarnt er að OR og smáfyrirtæki í Smáralind borgi jafn mikið til RÚV? Ekki neitt!

Eggert Þór Aðalsteinsson, 28.6.2009 kl. 01:10

4 identicon

Auðvitað er engin sanngirni í því. Það er heldur engin sanngirni í því að öryrkjar sem áður greiddu hálft afnotagjald þurfi nú að borga fullt útvarpsgjald.

Þetta segir okkur fyrst og fremst hversu óheppilegir flatir skattar eru sem tekjuform hins opinbera. Við eigum að reyna að forðast þá sem mest við megum, en taka þetta þess í stað inn í stóra pottinn þar sem Orkuveitur þessa lands borga miklu meira en smáfyrirtækin í Smáralindinni.

Sömu rök má nota gegn þjónustugjöldum hvers kyns.

stefán Pálsson (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband