Í umboði hluthafa eða lánardrottna?

Það kemur spánskt fyrir sjónir að sjá ekki meiri breytingar á stjórn Eimskipafélagsins þar sem nokkrir stjórnarmanna eru nátengdir Björgólfsfeðgum. Grettir, annar stærsti hluthafinn í Eimskip, er nú í gjaldþrotameðferð. Þegar haft er í huga að eigið fé félagsins var neikvætt um 174 milljónir evra í lok janúar er varla hægt að álykta annað en að lánardrottnar ráði lögum og lofum í fyrirtækinu. Hlutabréf félagsins eru nánast einskis virði. Og í raun og veru viðurkenna stjórnendur félagsins á síðasta afkomufundi að "fyrirtækið þarf á miklum stuðningi lánveitenda að halda til þess að klára endurskipulagningu."

Eitt helsta verkefni Eimskipsmanna hefur verið að selja kæligeymslur í Norður-Ameríku til þess að lækka gríðarlegan skuldabagga, en stefnt er að því að salan gangi í gegn í næsta mánuði. Kannski er fulltrúum hluthafa best treystandi fyrir því verkefni, og hreinsi þannig eftir sig mistökin. Eimskip birtir uppgjör í næstu viku og verður fróðlegt að sjá hvernig rekstur félagsins stendur nú.


mbl.is Björgólfsmenn í stjórn Eimskipa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband