"Tax-free" fær nýja merkingu

Svava tískudrottning, í Sautján og NTC, hefur verið frumkvöðull á mörgum sviðum verslunar hérlendis. Það er ekki ofsögum sagt. Nú hefur hún endurskilgreint "tax-free" hugtakið sem Hagkaup hefur gert að vörumerki sínu. "Tax-free" merkir að kaupandinn fær afslátt sem nemur afnámi virðisaukaskatts (þó ekki í boði ríkisins). Íslendingar hafa aldrei verið sterkir í prósentureikningi. Telja margir að afslátturinn sé 24,5%, þ.e. virðisaukaskattsprósentan, en afslátturinn á "tax-free" dögum er í raun og veru 19,68%.

Nú auglýsir Retro í Smáralind, sem er í eigu NTC, "tax-free"-daga þar sem allar vörur fást með 15% afslætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

Ekki beint eldflaugaverkfræðingar að vinna þarna heldur.

Emmcee, 26.6.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Jú, 19,68 % er jú rétt. Munar reyndar einhverju broti, sem er ríkinu í hag. En það að auglýsa tax free, er bara ekki rétt, hvort sem það er 19,68 % eða 15 %, Þetta er bara afsláttur hjá versluninni. Ríkið fær sitt, bara ekki eins mikið. Tax free, er það þegar ferðamenn fá endurgreiddan vsk. og ríkið fær ekkert. Skil þetta kerfi reyndar ekki, því auðvitað ættu ferðamenn að greiða vsk. Það er hluti af álagningunni. Ég er ekki alveg viss, en ég held að BNA sé búið að taka fyrir þetta. Segja að allir eigi að greiða VAT hvaðan sem þeir koma. Alveg sanngjarnt. En í staðinn er hægt að prútta í öllum verslunum þar. Og fá a.m.k. 15 % afslátt ef vel liggur á mönnum.

Guðjón Emil Arngrímsson, 26.6.2009 kl. 10:33

3 identicon

Hægt að prútta í öllum verslunum í Bandaríkjunum? Endilega segðu mér, sem hef búið þar í þónokkur ár, meira. Hef ekki rekist á að þetta sé hægt nema í örfáum verslunum.

Gleymdu því heldur ekki að söluskattur hér í Bandaríkjunum er mismunandi á milli fylkja. Allt frá því að vera 0% og upp í hámark 7,25%. Þar munar öllu yfir í hinn íslenska 24.5%! Engan veginn sambærilegt.

Brjánn (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband