5.6.2009 | 20:21
Marel leitar til nýs banka
Það er ánægjulegt að nýtt hlutafé hafi runnið ljúflega niður í fjárfesta. Marel veitir ekki af að lækka skuldahalann og styrkja lausafjárstöðuna eftir mikinn ytri vöxt á síðustu árum.
Eitt vekur þó óskipta athygli mína. Það er aðkoma Nýja-Kaupþings, sem fær víst nýtt nafn á næstu dögum, að hlutafjársölunni, enda var samband stærstu hluthafa í Marel og Gamla-Landsbankans það náið að slefið slitnaði varla á milli þeirra. Landsbankinn studdi dyggilega við vöxt Marels og fékk fyrir það vænar fúlgur. Horn, fjárfestingarfélag Nýja-Landsbankans, heldur til að mynda utan um tæpan fimmtungshlut í Marel þegar horft er framhjá aukningunni.
Góð þátttaka í hlutafjárútboði Marel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.