3.6.2009 | 11:23
Einstakt fyrirtæki
Íslensk verðbréf á Akureyri er gott dæmi um vel heppnað fyrirtæki sem hefur þjónað samfélaginu vel og skilað eigendum góðum arði. Þetta gamalgróna eignastýringarfyrirtæki hefur skilað stöðugum hagnaði á síðustu árum, þar á meðal á síðasta ári þegar fjármálakerfið hrundi. Verður ekki betur séð út ársreikningi Byrs, sem er stærsti hluthafinn í ÍV, að hagnaður ÍV hafi numið um 246 milljónum króna.
Styrkur ÍV hefur vafalaust legið í því að fyrirtækið hefur verið óháð hagsmunum stærri aðila á markaðnum. Þar sem fyrirtækið er einungis að annast verðbréfaþjónustu og sjóðastýringu fyrir viðskiptavini, en er ekki í eigin viðskiptum, liggur lítið fjármagn í rekstrinum. Í viðtali við Markaðinn árið 2007 sagði Sævar Helgason, framkvæmdastjóri ÍV, að nær allur hagnaður fyrirtækisins væri greiddur út til hluthafa.
Kaupa hlut í Íslenskum verðbréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.