1.6.2009 | 10:26
Of margar verslanir á Íslandi
Það er rétt hjá Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, að verslunareigendur sem selja innfluttar vörur geti ekki velt gengislækkun krónunnar út í verðlagið. En vandi íslenskrar verslunar er þó ekki síður heimatilbúinn. Eitt stærsta vandamál verslunarinnar er gríðarleg yfirbygging. Ég áætla að frá því að Smáralind var tekin í notkun árið 2001 hafi a.m.k. ríflega 240 þúsund fermetrar af verslunarhúsnæði bæst við á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. um að ræða stór verslunarrrými við Vesturlandsveginn eins og Korputorg og Bauhaus, Kauptúnið í Garðabæ, Lindir og Smáratorg og viðbætur við Holtagarða og Glæsibæ.
Á meðan krónan var sterk var lítil krafa gerð í verslun um innri vöxt og ásættanlega framlegð; allt snerist um ytri vöxt, þ.e. að bæta við nýjum og nýjum verslunum til þess auka veltu. Þarf ekki annað en að skoða ársreikninga Haga og N1 til þess að sjá hvernig umsvif stórra fyrirtækja jukust frá ári til árs. Það er alveg ljóst að verslanir eru of margar í þessu 320 þúsund manna landi, hvort sem um er að ræða sérvöru eða matvöru. Ætli verslanafyrirtæki að ná tökum á rekstri sínum verða þau mörg hver að skera niður kostnað með því að fækka verslunum umtalsvert.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg rétt, verslun hér er dýr og óarðbær eins og þjóðfélagið allt.Pínulítið þorp
rembist og vill verða stórt í stað þess að nýta okkur kosti smæðarinnar.
Einar Guðjónsson, 2.6.2009 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.