28.5.2009 | 17:01
Kauphöllin sýnir klærnar
Kauphallarmenn hafa gengið í endurnýjun lífdaga og veifa rauða spjaldinu út um allan bæ. Fyrir hin brotlegu félög hlýtur þetta að vera drakónsk refsing þar sem þau standa öll á heljarþröm fjárhagslega. Ein og hálf milljón króna virkar bara mikið.
Morgunblaðið hefur fjallað töluvert um þá umdeildu ákvörðun útgefenda skuldabréfa að birta ekki opinberlega uppgjör síðasta árs með vísan til undanþáguákvæða í lögum um verðbréfaviðskipti. Önnur fyrirtæki, sem hafa farið sömu leið, eiga yfir höfði sér að fá sekt í hausinn sem áður fyrr hefði numið svo sem eins og einum góðum hádegisverðarfundi hjá stjórninni.
Fimm félög áminnt og beitt févíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Athugasemdir
Eggert thessi felög redda thessum smà-aurum, fyrir 2 àrum töludu thessir sömu adilar adeins i milljördum og thad i tugum :-) Spurning hvad vard af ÖLLUM peningum Islands???? PÙFF horfnir.
gulli spanjol (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.