Mikil hækkun

Verðbólguhækkunin verður að teljast ansi mikil en spár greinenda lágu á
bilinu 0,2-0,6%. Það kemur ekki á óvart að innfluttar vörur, eins og
eldsneyti, hafi sett mark sitt á verðbólguna. Það vekur hins vegar
furðu að húsnæðisliðurinn, sem var drifkraftur verðbólgunnar á árunum
2005-2007, er að hækka í fyrsta skipti í 10 mánuði.
mbl.is Verðbólgan mælist 11,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veltur það ekki á því að nú eru menn að skipta á húsnæði sem gerir að báðir aðilar eru með toppverðu á húsnæðinu = Allir græða og ekki minnst fasteignasalinn. Enn og aftur sannast að það er bara rugl að vera með húsnæðið inni í verðbólgumælingum.

Smári Ólafsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þeir eru fastir í  "vicious circle" þar sem stýrivöxtum er haldið háum til þess að verja krónuna því veiking hennar veldur aukinni verðbólgu.  Afleiðingin er sú að fyrirtækjum og heimilum blæðir út vegna alltof hárra vaxta.  Það er stór spurning hvort eigi ekki að taka skellinn, afnema höftin og láta krónuna húrra.  Þá kæmi verðbólguskot, en þá væri hægt að hafa eðlilegt vaxtastig.   Ef sú leið er ekki fær, þá bíð ég ekki í framtíð landsins með þetta háa vexti.  Þetta fer allt á hausinn innan 1-2 ára ef ekki tekst að ná vöxtum hratt niður.

Guðmundur Pétursson, 26.5.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það sem veldur óeðlilegri verðbólgu felst í sérstakri útfærslu þess sem er kallað neysluvísitala til verðtryggingar á Íslandi. Það er ekki til neitt sambærilegt form í heiminum. Vegna þess að starfsmenn Hagstofu geta metið vægi grunnviðanna á sínum stjórnmálalegu forsendum á hverjum tíma. Reiknilíkanið eða formúlan: grunnurinn forgangsraðar vægi vöruliða m.t.t. eftirspurnar þannig þegar að kreppir eykst eftirspurn í lægri vörur og ódýrari þjónustu . Aukin eftirspurn veldur eðlilega hækkun á verði. 10 kr hækkun á 100 kr [ódýr vara]. Gefur 10% verðbólgu framlag. En 10 kr lækkun á 4000 kr [dýr vara] gefur 0,25% framlag til lækkunar. Hinsvegar gerir minnkandi sala dýrra var það að mörkum að vægi þeirra í heildinni minnkar.

Með því að leiðarétta [fella út] vægi dýru vöru flokkanna þá má spenna upp okurvaxtatryggingarþátt húsnæðislánanna.  Sjá nánar á blogginu mínu.

Júlíus Björnsson, 26.5.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband