25.5.2009 | 21:05
Pulp Fiction og Byr
Á þessu bloggi hefur verið greint frá afskiptum FI fjárfestinga, gjaldþrota félags Hannesar Smárasonar, af stjórnarkjöri á aðalfundi BYRS. Ýmislegt skrýtið hefur komið fram á síðustu dögum sem sannar glögglega að stórir stofnfjáreigendur, sem hafa mergsogið sjóði sparisjóðsins í krafti stjórnarsetu sinnar og atkvæðisréttar, létu einskis ófreistað til þess að tryggja það að nýtt fólk kæmist ekki til valda.
Eitt þeirra félaga, sem beitti atkvæðisrétti sínum á aðalfundi Byrs, er hið umdeilda Exeter Holdings sem fékk yfirdráttarlán upp á 1,1 milljarð króna frá Byr til þess að kaupa stofnfjárbréf í sjóðnum, sem MP banki hafði leyst til sín m.a. frá fyrrverandi stjórnarformanni Byrs, Jóni Þorsteini Jónssyni. Það er ljóst að Byr hefur tapað þessum útlánum, enda hafa veðin, sem er 1,8% eignarhlutur í sparisjóðnum, fallið verulega í virði eftir þau áföll sem hafa dunið yfir. Það að félag sem keypti handónýt stofnfjárbréf með fjármögnun frá sparisjóðnum sjálfum, skuli geta beitt sér fyrir áframhaldandi sérhagsmunagæslu er með ólíkindum. Í forsvari fyrir Exeter er Ágúst Sindri Karlsson, fyrrum lögmaður MP banka, sem hefur verið líkt við reddarann Winston Wolf sem Harvey Keitel gerði ódauðlegan í Pulp Fiction.
Í viðtali við VÍSI í mars sagði Ágúst Sindri Karlsson að hann hafi þarna líkt og oft áður verið fenginn til að taka til eftir partýið. Ég er vanur að sjá um skítverkin og taka að mér hluti sem aðrir vilja ekki. Ég hef hins vegar fulla trú á Byr og vill eignast stærri hlut í sjóðnum," segir Ágúst Sindri.
Ef Ágúst Sindri hefur enn þá hug að kaupa meira stofnfé á yfirverði þá er ég boðinn og búinn að aðstoða hann við þá leit. Ég treysti mér þó ekki í það að útvega fjármögnun vegna kaupanna!
Velunnarar sparisjóða funda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 26.5.2009 kl. 11:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.