Hverjir eiga að kaupa þessi bréf?

Ég velti því fyrir mér hverjir eigi að kaupa þennan hlut Íslandsbanka í Icelandair Group. Íslandsbanki er kominn með 47% hlut en á AMX-fréttaveitunni er fullyrt að óbeinn hlutur bankans sé í raun og veru 80%.

Markaðsvirði Icelandair Group er 4,5 milljarðar króna miðað við það viðskiptagengi sem bankinn tekur bréfin til sín. Til samanburðar er bókfært eigið fé Icelandair tæpir 17 milljarðar króna þannig að ætla mætti að upplausnarvirði félagsins væri langt yfir mati markaðarins. Svo er nú ekki því hafa ber í huga að óefnislegar eignir félagsins eru metnar á 29,2 milljarða króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Verður að telja verulegum vafa undirorpið að sú eign standi undir sér.

Ein stærsta óvissan í starfsemi Icelandair lítur að endurfjármögnun á næstu tólf mánuðum en alls falla 22,8 milljarðar króna til greiðslu á tímabilinu. Töluvert verk bíður því Íslandsbanka og stjórnenda Icelandair að endurskipuleggja fjárhag "fjöreggsins" og styrkja hann. Félagið er ansi skuldsett en hreinar vaxtaberandi skuldir námu tæpum 42 milljörðum króna í lok mars. Liggur því beinast við að stærstu kröfuhafar breyti skuldum í hlutafé og rýri þannig enn frekar verðgildi hlutafjár í félaginu sem er 15% af útboðsgenginu.


mbl.is Íslandsbanki með 47% hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það sem Icelandair, Landsvirkjun og flest íslensk fyrirtæki sem ekki eru enn komin í þrot skortir er eigið fé.  Það verður aðeins hægt að bjarga þeim fyrirtækjum sem geta aflað sér meira hlutafés. Stöðug endurfjármögnun er úr sögunni.  Erlendir aðilar hafa engan áhuga á skuldugum íslenskum fyrirtækjum. Fyrirtæki sem geta lifað verða að fara í "debt for equity swap" og síðan hlutafjárútboð.  Allt tal um að byggja upp íslenskt athafnalíf á skuldum er úr sögunni. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.5.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband