Hannes Smárason og BYR

Eignarhaldsfélagiđ FI fjárfestingar ehf. tókst ekki ađ standa af sér brim og bođaföll á fjármálamörkuđum áriđ 2007, fremur en önnur stór eignarhaldsfélög. Ţetta félag, sem áđur kallađist Fjárfestingarfélagiđ Prímus, er í eigu Hannesar Smárasonar, fyrrum forstjóra FL Group. Í ársreikningi FI fyrir áriđ 2007 kemur fram ađ félagiđ hafi tapađ rúmum 27,2 milljörđum króna og námu skuldir umfram eignir tćpum 3,7 milljörđum króna í lok sama árs. Helsta eign félagsins var 10,9% hlutur í FL Group (Stođum) sem er verđlaus í dag.

Í áritun endurskođenda FI, sem dagsett er fáeinum vikum fyrir bankahruniđ í fyrrahaust, var gerđur fyrirvari um rekstrarhćfi félagsins ţar sem eigiđ fé ţess var neikvćtt auk ţess sem markađsverđ eigna hafđi lćkkađ verulega ţađ sem liđiđ var af árinu 2008. Vaxtaberandi skuldir félagsins námu 32,3 milljörđum króna í lok árs 2007, ţar af voru 18,5 milljarđar í óverđtryggđum íslenskum hávaxtalánum. Samkvćmt ársreikningi féllu um 6,6 millljarđar af langtímaskuldum á gjalddaga í fyrra.

Ástćđan fyrir ţví ađ ţessi saga er sögđ er sú ađ FI Fjárfestingar, sem var augljóslega gjaldţrota sjoppa í árslok 2007, er skráđur stofnfjáreigandi í BYR sparisjóđi međ 3,1% hlut sem gerir ţađ ađ 8. stćrsta stofnfjáreigandum. Ţótt Hannes Smárason hafi ekki mćtt í eigin persónu á ađalfund Byrs beitti FI atkvćđisrétti sínum á fundinum en eini stjórnarmađur félagsins er skráđur Gunnar Sturluson, lögmađur hja Logos. Ţađ ţarf engan sérfrćđing til ađ sjá ţađ út ađ atkvćđi FI féllu B-listanum í skaut, en sá listi var lagđur fram međ sérstakri blessun fyrrverandi stjórnarformanns Byrs, Jóns Ţorsteins Jónssonar. B-listinn náđi meirihluta innan stjórnar međ 48% atkvćđa ţrátt fyrir ađ ađeins 175 stofnfjáreigendur hafi gefiđ honum atkvćđi sín. A-listinn, sem undirritađur sat á, hlaut 46% međ stuđningi u.ţ.b. 450 stofnfjáreigenda. Ţannig má sjá ađ atkvćđi FI réđu úrslitum.

Komiđ hefur fram í fjölmiđlum ađ Hannes Smárason vilji leggja sitt af mörkum til uppbyggingarinnar á Íslandi. Ţađ er hins vegar ótrúlegt til ţess ađ vita ađ lánadrottnar FI fjárfestinga skuli leyfa fyrrum forstjóra FL ađ beita atkvćđisrétti sínum međ ţessum hćtti til ţess ađ tryggja áframhaldandi sérhagsmunagćslu. Niđurstađan í stjórnarkjöri Byrs var sú ađ strengjabrúđa gömlu stjórnarinnar hrifsađi til sín völdin, ţvert á vilja meirihluta stofnfjáreigenda, og naut til ţess stuđnings Hannesar Smárasonar og Magnúsar Ármanns, dyggra viđskiptafélaga Jóns Ţorsteins í gegnum tíđina.


mbl.is Athugasemdir viđ fréttaflutning
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband