Birgjum mismunað og hótað

Hvernig er hægt að réttlæta þessa mismunun meðal birgja í gamla Pennanum? Sumir fá helming krafna greiddan, aðrir þurfa að leita í þrotabú en allir eiga það sammerkt að eiga óveðtryggðar kröfur.

Stjórnendur Pennans hóta svo að ef ekki náist samkomulag um lausn í málefnum einstakra birgja er ekkert sjálfgefið að þeir verði áfram í viðskiptum við fyrirtækið. Væntanlega eru þeir birgjar sendir í þrotabúið sem nýja fyrirtækið ætlar ekki að eiga viðskipti framar og þangað verður ekkert að sækja. Í hvaða samningsaðstöðu telja menn að lítil fyrirtæki séu gagnvart Pennanum? Annaðhvort að taka afarkostum Pennans eða að hypja sig á brott.

 


mbl.is Kröfuhafar Pennans segja farir sínar ekki sléttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mikligarður (1993) taka tvö, þrjú og fjögur.

Ekkert réttlæti, lög brotin, sjúklegt viðskiptasiðferði, og svo eru menn að gæla við þá hugmynd að skattpína ríkisborgarana enn meira. 

Þegar "ríkið" fer með slíku offorsi gagnvart birgjum og lánadrottnum, þessa sögulega fyrirtækis, þarf náttúrulega að svara í sömu mynt!

Klára og jarða dæmið!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.4.2009 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband