18.4.2009 | 09:03
Þrautseigjan sigrar að lokum
Þegar sagnfræðingar fara að skrifa sögu okkar tíma munu þeir eflaust komast að því að upptaka á verðbólgumarkmiðum árið 2001 hefur verið einhver dýrkeyptasta aðgerð Íslandssögunnar fyrir almenning og fyrirtækin. Markmiðið hefur kallað á okurvaxtastig um árabil í því augnamiði að halda krónunni á sjó og enn eru vextir allt of háir þrátt fyrir að hér stefni í skelfilegt ástand.
En nú bendir til þess að Seðlabankinn muni loksins ná markmiði sínu. Fasteignaverð er byrjað að lækka skarpt og mikill þrýstingur er á mönnum að hækka ekki vörur og þjónustu. Þegar stjórnendur bankans fagna settum hlut í ársbyrjun 2010 þá eru liðin fimm og hálft ár frá því að verðbólgan var 2,5%. Ég efast þó stórlega um að upptaka markmiðsins sem hagstjórnartækis á sínum tíma hafi verið í þeim tilgangi að fara í langhlaup.
Verðbólga í 2,5 prósent 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.