CCP nálgast markmið sín

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að sitja aðalfund CCP sem haldinn var í dag. Það er óhætt að fullyrða að CCP er eitt flottasta fyrirtæki landsins, eins og ársreikningur síðasta árs ber með sér, og framtíðin björt.

Fjármagnsliðirnir voru fyrirtækinu afar hagstæðir. Á sama og íslensk fyrirtæki fjármögnuðu sig í erlendri mynt þá fór CCP algjörlega öfuga leið og tók lán á íslenskum okurvöxtum. Þegar krónan gaf eftir á síðasta ári myndaðist gengishagnaður í bókum CCP, sem gerir upp í USD, upp á níu milljónir dollara (sem reyndar er óinnleystur).

En vöxtur fyrirtækisins hefur verið lygilegur frá því að bankarnir hrundu. M.a. með samvinnu við Atari í markaðsmálum hefur áskrifendum EVE Online fjölgað um tæpan fimmtung frá áramótum og nálgast nú 300 þúsund áskrifenda múrinn. Er nú stutt í að gamalt markmið stjórnenda CCP náist, þ.e. að áskrifendur EVE online verði fleiri en Íslendingar.


mbl.is CCP græddi fimm milljón dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Frábært hjá ykkur, innilega til hamingju með þetta og þróun fyrirtækisins.  Meiriháttar glæsilegt hjá ykkur - og gangi ykkur allt í haginn...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 7.4.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Reputo

Sem tryggur áskrifandi Eve-online til margra ára fagna ég þessu og óska ykkur alls hins besta.

Reputo, 8.4.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband