Bauninn kaupir, mörlandinn selur

Í útrásinni gleyptu Íslendingar ýmsar af nafntoguðustu eignum Dana. Þar má nefna dýrgripi á borð við Magasin du Nord og Illum Bolighus. Nú þegar eignasafn okkar í Danmörku er að hrunum komið bæta þeir dönsku fjárfestar, sem hér hafa verið, við hlut sinn. Sagt hefur verið frá kaupum fjárfestingarfélagsins William Demant Invest á ríflega 5% hlut í Össuri en í gær flaggaði danski lífeyrissjóðurinn ATP ríflega 5,2% hlut í sama fyrirtæki. Danskir fjárfestar, þ.e. William Demant og ATP, fara því með yfir 45% hlutafjár í Össuri og hafa bætt hlut sinn um rúm 7% á einni viku nú þegar virði hlutabréfa í Össuri er að margra mati á niðursettu verði.

Þessu til viðbótar má benda á að Grundtvig-fjölskyldan á ríflega 10% hlut í Marel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Er hlutur Grundtvig fjölskyldunnar ekki bara það sem þeir fengu við kaup Marels á Scanvægt? Hafa þeir eignast meira eftir það?

Rúnar Birgir Gíslason, 1.4.2009 kl. 21:22

2 identicon

Grundtvig fékk hlutinn við kaup Marels á Scanvægt. Finnst ekki ólíklegt að fjölskyldan hafi tekið þátt í e-u hlutafjárútboði eftir það.

Eggert Þór Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband