30.3.2009 | 18:41
Keypti lágt, seldi hátt
Það er varla tilviljun að MP banki skuli vera í aðstöðu til þess að vaxa nú á síðustu og verstu tímum. Bankinn minnkaði áhættu sína í íslenskum hlutabréfum og öðrum eignum fyrir þónokkrum árum, að mig minnir áður en hlutabréfamarkaðurinn náði hæstu hæðum sumarið 2007. Stjórnendur MP tóku að vísu áhættu eins og önnur fjármálafyrirtæki en þeir hegðuðu sér ekki eins og hinir sem skilaði sér margfalt til baka. Það bera kaup bankans á stofnfjárbréfum í Sparisjóði vélstjóra (síðar Byr) glöggt vitni um.
MP hóf að kaupa stofnfjárbréf í sparisjóðnum í árslok 2005 á verði sem margir vildu meina að væri í engu samræmi við raunvirði bréfanna. Sögðu margir stofnfjáreigendur ekki farir sínar sléttar af þeim viðskiptum eftir að MP hafði narrað bréfin af þeim á gengi undir 20 á hlut. Brátt var bankinn kominn með 10% hámarkshlut í sparisjóðnum og gengið stefndi á 200. Í júní 2007, mánuði áður en úrvalsvísitalan fór í hæstu hæðir, birtist frétt í Markaðnum um að MP hefði selt 4,5% hlut í Byr og restin hvarf að mestu leyti úr bókum bankans síðar á árinu. Þetta kallast í heimi viðskipta að kaupa lágt, en selja hátt.
Ætli MP endurtaki leikinn með kaupum á útibúaneti SPRON? Að minnsta kosti ætti kaupverðið að reynast hagstætt.
MP banki eignast SPRON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
ok...vissi þetta ekki???...."Í júní 2007, mánuði áður en úrvalsvísitalan fór í hæstu hæðir, birtist frétt í Markaðnum um að MP hefði selt 4,5% hlut í Byr og restin hvarf að mestu leyti úr bókum bankans síðar á árinu. Þetta kallast í heimi viðskipta að kaupa lágt, en selja hátt."
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.3.2009 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.