28.3.2009 | 14:13
Víkjandi lán reddaði SPRON
Samkvæmt árshlutareikningi SPRON fyrir fyrsta ársfjórðung 2008, sem kannaður var af KPMG, nam CAD-hlutfall SPRON 14,1%. Stjórnendur SPRON taka það þó ekki fram að rétt fyrir lok fjórðungsins veitti Kaupþing SPRON víkjandi lán að upphæð fimm milljarðar króna til að rífa upp eiginfjárhlutfallið eða til að "renna enn styrkari stoðum undir eiginfjárgrunn félagsins", eins og það var orðað. Ekkert óeðlilegt við þetta þótt lánið lýsi auðvitað hversu erfið staða SPRON var á þessum tíma.
Ef það hefði ekki komið til hefði CAD-hlutfall SPRON líklega farið undir 8% eins og fjármálaráðherra hefur haldið fram og FME orðið að grípa í taumana. Seðlabankastjóri þarf hins vegar að útskýra betur hvað hann á við þegar hann heldur því fram að eigið fé SPRON hafi verið uppurið.
Eiginhlutfall SPRON ekki undir 8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.