26.3.2009 | 20:07
Ótrygg veð
Miðað við síðasta ársuppgjör Byrs var eigið fé sjóðsins 16 milljarðar en stofnfé 30 milljarðar króna. Þannig hefur innra virði hvers stofnfjárhlutar verið u.þ.b. 0,5 um áramótin samanborið við 1,5 sem var síðasta viðskiptagengi á stofnfjármarkaði áður en sparisjóðurinn ætlaði sér út í hlutafjárvæðingu.
Hluti þeirra stofnfjáreigenda sem fjárfestu í stofnfjáraukningunni í árslok 2007 tóku erlend lán sem hafa hækkað verulega samfara gengisfalli krónunnar.
Samkvæmt þessu hafa veðtryggingar Íslandsbanka rýrnað stórkostlega, jafnvel þótt að umdeildar arðgreiðslur hafi gengið til bankans. Markaðsverðmæti bréfanna kann að hafa rýrnað um tvo þriðju hluta en erlend lán á bakvið bréfin hafa hækkað töluvert. Það er ljóst að stofnfjáreigendur í Byr munu eiga í verulegum vandræðum með það að standa skil á lokagreiðslu lánsins í júní næst komandi, enda var það ætlun þeirra að láta arðgreiðslu þessa árs, sem verður engin, ganga upp í eftirstöðvar. Og ekki geta stofnfjáreigendurnir selt bréfin. Íslandsbanki hefur til tryggingar greiðslu á láninu og vöxtum handveð í stofnfjárbréfum en það er ljóst að ef hann þarf að að taka til sín bréf í stórum stíl er bankinn kominn í bullandi vandræði þar sem hann má samkvæmt lögum ekki fara með meira en 10% hlut í Byr.
Eignast aldrei meira en 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.