Allt uppi á borðinu nema kjörin

Tveir fjárfestingarbankar, Saga Capital og VBS fjárfestingarbanki, fengu á dögunum lán til sjö ára frá ríkissjóði vegna skuldbindinga bankanna við Seðlabankann. Alls nam lánveitingin 41 milljarði króna. Vonandi tryggir þessi lántaka rekstur þeirra til frambúðar, enda veitir ekki af að byggja upp fjármálakerfið á nýjan leik.

Þó verður að teljast einkennilegt að lánakjör skuli ekki vera gefin upp í þessum lánasamningum sem er eiginlega í hrópandi mótsögn við þá stefnu stjórnvalda í Nýja-Íslandi að ekkert sé of heilagt að það þoli ekki dagsins ljós. Gamla bankaleyndin virðist því lifa góðu lífi og blýantanagararnir í ráðuneytunum ná sínu fram.

Þarna koma tvö sjónarmið til sögunnar: Annars vegar hljóta það að vera hagsmunir skattgreiðenda að vita hver kjörin eru því það eru nú þeir sem koma til með greiða niður skuldafjall ríkisins. Hins vegar eru VBS og Saga Capital í samkeppni við þær fjármálastofnanir, jafnt smáar sem stórar, sem hafa lifað hrunið af. Nú er nokkuð víst að bæði VBS og Saga vilja efla rekstur sinn með því sækja inn á viðskiptabankamarkað, s.s. með kaupum á útibúaneti SPRON, og sýnist sitt hverjum. Er ekki eðilegt að keppinautar Saga og VBS viti á hvaða kjörum ríkið er að styðja við þau?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband