Kauphöllin heggur í ríkið

Á dögunum sagði Fréttablaðið frá stríði sem er í uppsiglingu á milli Nasdaq OMX kauphallarsamstæðunnar og Kauphallarinnar í Osló. Nasdaq, sem á m.a. Kauphöllina í Reykjavík og 5% hlut í Osló Börsen, ætlar á næstunni að bjóða fjárfestum að kaupa í 25 stærstu kauphallarfyrirtækjum Noregs. Þetta getur skiljanlega haft veruleg áhrif á afkomu norsku Kauphallarinnar.

Svo skemmtilega vill til að ríkisbankinn Nýi-Landsbankinn heldur utan um 6,5% hlut í Kauphöllinni í Osló - hlutur sem bankinn fékk í arf frá Landsbankanum gamla. Gamli Landsbankinn keypti bréfin árið 2007, áður en verulega dró úr umsvifum á hlutabréfamörkuðum, í þeim tilgangi að hagnast á líklegum samrunum kauphalla sem voru þá í tísku. Miðað við að Nasdaq hafi fært verðmæti eignarhlutar síns í norsku kauphöllinni niður þá hefur eign Nýja-Landsbankans einnig rýrnað.

En staðan er þannig: Íslenska kauphöllin og eigendur hennar eru komnir í bullandi samkeppni við norsku kauphöllina og eigendur hennar, þar á meðal íslenska ríkið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband