Express fer yfir á Gatwick

Flaug með Iceland Express á Stanstead í vikunni. Senn líður að því að Express flytji bækistöðvar sínar til Gatwick, sunnan Lundúna, eða nánar tiltekið þann 1. maí. Mig grunar að ástæðan fyrir þessum flutningi sé einna helst sú að aðstöðugjöld séu lægri á Gatwick en Stanstead. Hins vegar veltir maður því fyrir sér hvort íslenskir flugfarþegar eigi ekki eftir að verða fyrir töluverðum óþægindum við þessa breytingu. Til dæmis þá er Stanstead enn þá höfuðvígi Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu. Ryanair flýgur til 106 áfangastaða frá Stanstead en aðeins til sjö frá Gatwick.

Á móti hefur easyJet, næststærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, verið að færa leiðir sínar yfir á Gatwick og flýgur á töluvert fleiri staði frá Gatwick en Stanstead.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband