Hver er ábyrgð félagsstjórnar?

Ég spyr hvað í ósköpunum hefur stjórn Ísfélags Vestmannaeyja verið gera í sínum störfum? Hún hefur eftirlitshlutverk með bókhaldi og fjárreiðum félagsins, samkvæmt hlutafélagalögum, og setur fram stefnu og fyrirmæli sem framkvæmdastjóri og æðstu stjórnendur eiga að fylgja eftir. Nú stóðu nær öll sjávarútvegsfyrirtæki í einhvers konar afleiðusamningum við bankana sem fólu í sér varnir gegn gengissveiflum. Hvernig gat þetta farið framhjá stjórnarformanni að kanna ekki betur stöðu Ísfélagsins?

En það er svo sem auðvelt að líta ekki í eigin barm þegar hluthafinn er einráður í stjórn.


mbl.is Gunnlaugur: Erum ekki fjármálafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góður punktur hjá þér Eggert. Þetta hljómar eins og stjórn Ísfélagsins hafi ekkert vitað um gang mála innan fyrirtækisins. Og maður hlýtur að spyrja sig hvort ábyrgð fjármálastjórans sé þá engin??

Gaman að "sjá" gamli granni og bestu kveðjur.

Jórunn

Jórunn Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband