16.2.2009 | 17:47
Þaulsetnir þingmenn
Þingmenn ætla að sitjast sem fastast á Alþingi í hinu Nýja-Íslandi eftir kosningar - hvað sem öðrum finnst. Samkvæmt stjórnmálafræðigúrúinu Einari Mar ætla 70% þingmanna að halda áfram! Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart, enda hlýtur eftirspurn eftir fyrrverandi þingmönnum að vera í lágmarki í því atvinnuástandi sem nú ríkir. Hið opinbera er að draga saman seglin á öllum vígstöðvum, til dæmis í utanríkisþjónustunni sem löngum hefur verið griðastaður aflóga stjórnmálamanna. En kannski skapast feitar stöður hjá ríkinu með öllum þeim fjárfestingasjóðum sem ríki og bankakerfið ætla að setja á fót.
Þingmenn karpa um fjaðrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll félagi, gaman að sjá að þú ert farinn að blogga. Mikið erum við alltaf samstíga :).
Guðmundur Sverrir Þór, 16.2.2009 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.