Hagsmunatengslin liggja víðar

Salan á norska hluta Glitnis þarfnast rannsóknar, eins og margt annað í bankahruninu. Norskir sparisjóðir fengu bankann á algjörum gjafprís þar sem Finn nokkur Haugen lék tveimur skjöldum, annars vegar sem framkvæmdastjóri Sparebanken SMN, sem stóð að kaupunum á Glitni Bank ASA ásamt fleiri sparisjóðum og hins vegar sem stjórnarformaður tryggingasjóðs innistæðueigenda í Noregi. Í síðarnefnda hlutverkinu virðist hann hafa borið ábyrgð á því að tryggja sparisjóðunum lánalínur sem skilanefnd Glitnis bauðst ekki þegar reynt var að verja eignir bankans.

Norskir sparisjóðir keyptu Glitnir ASA  á 300 milljónir norskra krónafimm milljarða króna en bankinn er nú metinn á tvo milljarðar NOK - 34 milljarða króna! Verðmæti bankans hefur ríflega sexfaldast frá kaupunum.

Það þarf að rannsaka þátt norskra stjórnvalda og Finns Haugen í þessu söluferli.


mbl.is Norskir kaupendur fengu lán framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband