Þetta mun takast ...

Það er gott til þess að vita að verðbólgan fari nú lækkandi og verði komin undir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans eftir um eitt ár. Enda ekki seinna vænna því leita þarf aftur til maímánaðar árið 2004 til að finna verðbólguna undir 2,5%. Ef allt gengur að óskum tók það SÍ um 68 mánuði að ná því sem að var stefnt.

Fyrirtæki sem hefði sett sér svona jafn fáranleg markmið og Seðlabankinn gerði væri auðvitað löngu farið á kúpuna. 


mbl.is Verðbólgan í hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stokkarinn

Verðbólgan var reyndar ekki nema 7,1% í seinasta mánuði er búin að fara mjög lækkandi síðan í október, þegar hún var nær 30% og 49,5% í apríl. Hinsvegar hækkaði 12 mánaða verðbólgan þar sem mjög lítil verðbólga var í janúar á seinasta ári, ekki nema 2,2%.

Svo þetta er allt á uppleið (eða niðurleið, eftir því hvernig er litið á þetta).

Upplýsingar um þetta er hægt að finna á heimasíðu Hagstofunnar.

Stokkarinn, 2.2.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband