Hlutur endurskoðunarfyrirtækja þrefaldaðist á þremur árum

Í þeim hrunadansi sem hefur orðið í hagkerfum heims á síðustu mánuðum hafa sjónir manna beinst í vaxandi mæli að þætti endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja, ábyrgð þeirra og hagsmunatengslum við helstu stórfyrirtæki Íslands. Ég tók saman þóknanir sem hinir föllnu viðskiptabankar greiddu til endurskoðunarfyrirtækja á tímabilinu 2003-2007. Niðurstaðan er að mörgu leyti sláandi. Árið 2007 greiddu bankarnir endurskoðunarfyrirtækjum alls 1.164 milljónir króna sem var þreföldun frá árinu 2004 þegar fyrirtækin fengu 395 milljónir fyrir sinn snúð. Að vísu ber að hafa í huga að umsvif bankanna jukust gríðarlega á þessum tíma en greiðslurnar jukust alltént um helming frá árinu 2006.

 

Greiðslur viðskiptabankanna til endurskoðunarfyrirtækja
vegna endurskoðunar ársreikninga og annarrar þjónustu
Í milljónum króna    
2007200620052004  
1.164779481395  

Ég reikna fastlega með að stærstur hlutinn hafi runnið til kjörinna endurskoðunarfyrirtækja bankanna; KPMG var með Kaupþing en PricewaterhouseCoopers áritaði reikninga Glitnis og Landsbankans.

Í Bretlandi hafa stóru endurskoðunarfyrirtækin legið undir miklu ámæli fyrir hagsmunatengsl við viðskiptavini sína eins og stóru bankana sem berjast nú í bökkum. Sir Fred Goodwin, fyrrverandi forstjóri Royal Bank of Scotland, skipti um endurskoðunarfyrirtæki árið 2000 og valdi Deloitte þar sem hann hafði alist upp sem endurskoðandi. Árið 2000 greiddi RBS Deloitte um níu milljónir punda ráðgjöf og endurskoðunarvinnu. Sjö árum síðar var upphæðin komin í 31 milljón punda. Fleiri dæmi um persónuleg tengsl endurskoðunarfyrirtæki og breskra banka hafa skotið upp á yfirborðið. Chris Lucas, fjármálastjóri Barclays, var endurskoðandi bankans og starfsmaður PWC. Sú skrifstofa er enn þá endurskoðunarfyrirtæki bankans. Alls greiddu RBS, HBOS og Lloyds TSB um 390 milljónir punda til endurskoðunarfyrirtækja á árunum 2000-2007.

Hér á Íslandi má eflaust tína fram mörg dæmi um tengsl bankanna og endurskoðunarfyrirtækjanna. Sigurður Jónsson, faðir Jóns forstjóra FL, var endurskoðandi Kaupþings sem var einn stærsti lánardrottinn FL. Stefán Hilmarsson, sem ég held að sé hættur sem fjármálastjóri Baugs, var fyrrum endurskoðandi félagsins.

Óvenju lítið hefur farið fyrir þætti endurskoðunarfyrirtækjanna. Þar blikkuðu engin viðvörunarljós þrátt fyrir að þau hafi haft mun betri aðgang að upplýsingum úr bönkunum en fjárfestar og m.a.s. greiningaraðilar. Rannsóknar- og eftirlitsskylda endurskoðenda í hlutafélögum og fjármálafyrirtækjum er rík. Í lögum um fjármálafyrirtæki er fjallað um upplýsingaskyldu endurskoðanda og

Segir þar m.a.: "Verði endurskoðandi var við verulega ágalla í rekstri eða atriði er varða innra eftirlit, greiðslutryggingar útlána, önnur atriði sem veikt geta fjárhagsstöðu hlutaðeigandi fyrirtækis eða atriði sem leiða til þess að hann mundi synja um áritun eða gera fyrirvara, svo og ef endurskoðandi hefur ástæðu til að ætla að lög, reglugerðir eða reglur sem gilda um fyrirtækið hafi verið brotnar, skal endurskoðandi gera stjórn þess og Fjármálaeftirlitinu viðvart. Þetta á einnig við um sambærileg atriði sem endurskoðandi fær vitneskju um við framkvæmd endurskoðunarstarfa hjá fyrirtæki sem er í nánum tengslum við hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki, sbr. 2. mgr. 18. gr.

Tilkynning endurskoðanda skv. 1. mgr. felur ekki í sér brot gegn þagnarskyldu hvort sem hún er reist á lögum eða samningi. Skal tilkynnandi ekki sæta neins konar ábyrgð vegna tilkynningarinnar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stærstur hluti þessara greiðslna rennur væntanlega til endurskoðenda erlendra dótturfélaga ekki til endurskoðenda móðurfélagsins hér á landi. 

Fyrirtæki Madoff var ekki endurskoðað af PWC heldur þriggja manna stofa sem heitir (hét) Friehling & Horowitz. Það eitt hefði átt að gefa mörgum viðskiptavinum Madoff risastórt rautt flagg og koma í veg fyrir að setja fé í vörslu hjá þessum manni.

Dude (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband