10.1.2009 | 12:10
Banvæn tengsl við Ísland
Það er ekki einungis á Íslandi sem allt er í káli. Ástandið er orðið afar erfitt á Bretlandseyjum og smásölukeðjur berjast í bökkum. Tengslin við Ísland eru alls ekki að hjálpa til en svo virðist vera að íslenskir bankar hafi verið miklu stórtækari í lánveitingum til breskra smásölukeðja en mann hefði grunað. Við höfum heyrt af vandræðum Mosaic Fashions, sem er að stærstum hluta í eigu Baugs og Kaupþings, sem tengist að hluta til falli Kaupþings en aðrar verslanakeðjur eiga undir högg að sækja eftir að íslenska bankakerfið hrundi. Þannig segir Guardian að smásölukeðjur á borð við Cruise, Montain Warehouse og Jones Bootmaker leiti nú logandi ljósi að nýjum fjárfestum eftir að lánafyrirgreiðsla íslensku bankanna tók að bresta og birgjar fóru að herða á viðskiptakjörum.
http://www.guardian.co.uk/business/2009/jan/09/icelandic-chain-profit-warning
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.