Ljós eignarhlutur

Án þess að ég ætli að taka afstöðu með öðrum hvorum málsaðilanum í þessari harðvítugu deilu hluthafa í Tali þá er ekki annað hægt en að taka undir orð Jóhanns Óla Guðmundssonar. Hvernig var Þórdísi J. Sigurðardóttur, stjórnarformanni Tals, ekki kunnugt um eignarhlut Hermanns í Tali? Allir fjölmiðlar landsins greindu frá því í janúar í fyrra að samhliða ráðningu Hermanns í stól forstjóra Hive, sem síðar sameinaðist SKO undir merkjum Tals, hefði hann keypt í félaginu. Kaupin voru á allra vitorði og enginn feluleikur í kringum eignarhaldið eins og tíðkast á mörgum öðrum bæjum.

Hér er frétt Viðskiptablaðsins frá því í janúar 2008: "Hermann Jónasson, sem á undanförnum árum hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Landsbankans, hefur keypt hlut í fjarskiptafyrirtækinu HIVE og tekið til starfa sem forstjóri félagsins. Hermann verður annar tveggja eigenda HIVE ásamt Jóhanni Óla Guðmundssyni sem áður átti félagið að fullu."

 


mbl.is Samningur við Vodafone aldrei samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband