3.1.2009 | 22:02
Bragð til að auka sölu?
Útsölurnar eru hafnar og var meira en nóg að gera í Smáralindinni í dag, eins og ég komst sjálfur að raun um. Mig grunar að orð framkvæmdastjóra Hagkaupa hafi hreyft mjög mikið við fólki en hann sagði í samtali við DV að hann hefði það á tilfinningunni að verðlag myndi hækka töluvert eftir útsölurnar og því kæmu kaupmenn til með að losa sig við birgðir á gamla genginu. Ég held að svona ummæli valdi "panikki" hjá neytendum sem fari út og birgi sig upp af vörum áður en kjarnorkuvetur ríður yfir. Það er ekki langt síðan að framkvæmdastjóri Bónus, öðru Haga-fyrirtæki, lét það hafa eftir sér að vöruskortur væri framundan. Afleiðingin varð sú að margir birgðu sig upp af dósamat til elífðar, niðursoðnum sveppum og ORA-fiskbúðingi.
Margmenni á útsölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.