30.12.2008 | 19:31
SS skoði hlutafélagavæðingu
Sláturfélag Suðurlands er öflugt fyrirtæki sem býr við ágætan grunnrekstur eins og kemur fram í tilkynningu frá því og gott sjóðsstreymi. Hækkun erlendra skulda, háir vextir og mikil verðbólga hafa hins vegar leikið félagið grátt. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins hrundi úr 35,6% í ársbyrjun niður í 20% um miðjan júlí en SS tapaði rúmum 470 milljónum króna á fyrri hluta ársins. Eiginfjárhlutfallið er væntanlega orðið enn þá lægra í dag með frekara falli krónu og hærri verðbólgu.
Ég sé varla að hjá því verði komist að auka eigið fé Sláturfélagsins en þá er hætt við því að félagsformið verði SS Þrándur í götu. Þeir sem hafa lagt félaginu fjármagn eru annars vegar eigendur A-stofnsjóðs og hins vegar eigendur B-samvinnuhlutabréfa - bréf sem eru atkvæðislaus. Engin markaður er með síðarnefndu bréfin í Kauphöll og verðmætamyndun því algjörlega óvirk. Væri ekki ráð að breyta félagsformi SS í hlutafélag og slá tvær flugur í einu höggi: Eigendur A- og B-bréfa fengju þannig í hendurnar hlutabréf sem hægt væri að selja eða kaupa á sannvirði. Og svo gæti félagið sótt sér nauðsynlegt fjármagn, t.d. með því að bjóða almenningi (dyggum viðskiptavini) að kaupa ný hlutabréf í rótgrónu íslensku fyrirtæki.
Þeir sem halda að nú sé tími samvinnufélaga runninn upp ættu kannski að hugsa sig tvisvar um.
SS gefur út afkomuviðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.