Sultur og seyra framundan í breskri verslun

Allt stefnir í að jólaverslunin í Bretlandi verði sú versta í manna minnum og bera smásalar kvíðboga fyrir fyrstu tveimur mánuðum nýja ársins, sem að jafnaði er mjög rólegur sölutími. Skýr merki um slappa jólaverslun sást á fyrstu dögum desembermánaðar þegar þekktar verslanakeðjur á borð við krúndjásnið Marks & Spencer voru farnar að halda útsöludaga. Experian Football, sem mælir traffíkina á helstu verslanagötum Bretlandseyja, áætlar að gestafjöldi í verslunum hafi dregist saman að jafnaði um 4,3% á aðfangadagskvöld samanborið við sama tíma í fyrra. Þetta er að vísu töluvert minni samdráttur en við erum að sjá hérlendis en miðað við það sem maður heyrir virðist sem að jólaverslunin íslenska hafi dregist saman um 15% frá metárinu 2007.

Sérfræðingar hjá Credit Suisse reikna með að innri vöxtur (like-to-like) M&S hafi dregist saman um 10% í fatnaði og búsáhöldum en um 6% í matvöru. Þá gera þeir ráð fyrir að innri sala hafi dregist um 5-8% hjá Debenhams, sem er að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, og um 6% hjá Next plc.

Áhrifin verða þau að stórar verslanakeðjur munu þurfa að sækja sér nýtt fjármagn, draga úr arðgreiðslum og loka óarðbærum verslunum sem leiðir til enn frekara atvinnuleysis.

Íslenskir fjárfestar eru áberandi í breskri smásölu og virðast “íslenskar keðjur” hafa átt undir högg að sækja að undanförnu, til dæmis Debenhams - svo ekki sé talað um Woolworths sem er komið á heljarþröm. Á dögunum seldi Baugur Group hlut sinn í Whittard of Chelsea með miklu tapi. Whittard hefur orðið illilega fyrir barðinu á samdrættinum í Bretlandi og var rekstur félagsins komin í greiðslustöðvun áður en Baugur seldi hlut sinn. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, gerir þó lítið úr vandræðum Whittard í Fréttablaðinu á aðfangadag og fer með gamalkunnan frasa að salan hafi verið liður í endurskipulagningu á eignasafninu sem felist m.a. í sér að horfa frá smærri verkefnum. Þegar Baugur keypti Whittard fyrir þremur árum á 21 milljón punda var markmiðið að opna 100 nýjar verslanir undir merkjum félagsins. Sú sókn skilaði einungis tapi á endanum.


mbl.is Debenhams með 70% afslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband