23.12.2008 | 12:35
Auðmenn og forstjórar gera kaupmála
Besta slúður víðskiptalífsins í dag er hvorki að finna í Markaðnum né Séð og heyrt heldur í Lögbirtingablaðinu sem er til húsa í Vík í Mýrdal. Í vefútgáfu gærdagsins mátti finna lista yfir kaupmála sem gerðir voru í nokkrum sveitarfélögum landsins í nóvember. Þar gat að líta nokkur þekkt nöfn úr viðskiptalífinu og bankageiranum, þar á meðal nöfn Erlendar Hjaltasonar og Sigurðar Valtýssonar, forstjóra Existu, Jákups í Rúmfatalagernum og Róberts Melax sem átti meðal annars stóran hlut í Glitni og hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla vegna FS17 ehf.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.