Undarlegur lokasprettur hjá Toys´´R´´Us

Mig rak í rogastans í morgun þegar ég sá leikfangarisann Toys´´R´´Us auglýsa í Fréttablaðinu fjórðungsafslátt af öllum vörum til jóla. Þetta er mjög óvenjulegur tími að auglýsa afslátt á vinsælum jólagjöfum nú á mesta sölutíma ársins og hljóta einhverjir að spyrja hvort miklar verðhækkanir fyrirtækisins á árinu hafi tekið sinn toll, t.d. í minnkandi sölu og neikvæðri umræðu. Það er engum blöðum um það að fletta að samkeppni á leikfangamarkaði hefur minnkað á árinu eftir að leikfangakeðjan Just 4 Kids hvarf yfir móðuna miklu og átti TRU eflaust stóran þátt í því hver örlög Just 4 Kids urðu með kraftmikilli innkomu sinni á íslenskan markað í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Steinsson

Hagkaupsmenn benda einmitt á þetta og eru ekki par sáttir: http://www.hagkaup.is/frettir/nr/59

Gunnar Freyr Steinsson, 23.12.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband