20.5.2010 | 10:11
Evran er ekki alslæm
Skuldavandi Evruríkja gerir það eflaust að verkum að evran mun veikjast enn þá frekar. Spá sumir sérfræðingar að hún muni lækka niður í $1,1, sem svarar til ríflega 10% lækkunar, áður en hún nær jafnvægi.
Þessi lækkun evrunnar er alls ekki slæm við Evrulöndin eins og málflutningurinn hérlendis gefur til kynna, enda gerir veikingin svæðið samkeppnisfærara með tilliti til útflutnings. Einnig er langt í frá að evran sé veik í sögulegu ljósi. Ég man þann tíma er hún stóð í $0,85-0,9 í byrjun aldarinnar. Á aðeins átta árum, frá 2000-2008, tvöfaldaðist hún í verðgildi gagnvart Bandaríkjadal. Á móti má fastlega reikna með að stefnan í peningamálum verði harðari til þess að bregðast við mögulegri verðbólgu. Og kannski veitir ekkert af.
Hagvöxtur í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt Eggert, það er gott þegar gjaldmiðill sveiflast í takt við gang
hagkerfisins en þú minnist ekkert á það að meðal megin raka evrusinna fyrir því
að taka upp evru eru hversu stöðugur gjaldmiðillinn er.
Það sem mestu máli skiptir fyrir hvert hagkerfi er einmitt þetta að
gjaldmiðillinn sé sterkur þegar hagkerfið er ýburðamikið en veikist og auki
þar með samkeppnisfærni atvinnulífsins þegar hagkerfið stendur á
brauðfótum.
Það sem er m.a. að liða evrusamstarfið er það að gjaldmiðill sem nær yfir
svona mörg hagkerfi þjónar ekki tilgangi sínum nema á takmörkuðu svæði
hverju sinni, á meðan líða önnur svæði fyrir illa stillta ballance stöng
sem að eykur bara á vesæld þeirra sem standa veikir fyrir oft vegna
slælegrar efnahagsstjórnar.
Vittu til, evran verður horfin í þeirri mynd sem við þekkjum hana áður en
við eigum þess (ó)kost að taka hana upp sem okkar gjaldmiðil.
Ég mæli eindregið með því að þsem flestir kynni sér skrif Gunnars Rögnvaldssona á http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/ en hann hefur unnið óeigingjarnt starf við að taka saman staðreyndir um evru- og evrópusamstarf.
Axel Óli Ægisson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.