Ég klóra þér ef þú klórar mér

Það er óumdeilt að kaupin á Big Food Group voru ein bestu kaup Íslendinga í útrásinni og lék Malcolm Walker þar stórt hlutverk að ná tökum á rekstri Iceland-keðjunnar sem mátti muna fífil sinn fegurri. Íslendingarnir fengu blóðbragð í munninn og voru búnir að greiða sér til baka kaupverðið aðeins tveimur árum eftir yfirtökuna. Þannig fengu hluthafar Iceland alls 39 milljarða króna í arð vorið 2007 sem Landsbankinn fjármagnaði. Þar af fengu Walker og stjórnendur Iceland 7,8 milljarða fyrir sinn snúð. Baugur fékk yfir tólf milljarða.

Fyrir nokkru lögðu "þöglir fjárfestar" fram 600 milljónir króna inn í 365 fjölmiðlasamsteypuna til þess að tryggja yfirráð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lilju Pálmadóttur yfir félaginu. Þessir hluthafar hafa engan atkvæðisrétt en ganga fyrir arðgreiðslum eins einkennilega og það hljómar þegar rekstrarsaga íslenskra fjölmiðla á borð við 365 er höfð í huga. Leyndin yfir viðskiptunum er þó verri þegar almenn krafa er uppi um að eignarhald fjölmiðla sé gegnsætt. 

Það skyldi þó ekki vera að erlendir meðfjárfestar Jóns Ásgeirs, t.d. Malcom Walker, sir Tom Hunter og Don McCarthy, séu meðal "hulduhluthafa" í 365?

 

 


mbl.is Forstjóri Iceland hrósar Jóni Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur H Gunnlaugsson

er thetta RÉTT skylid Eggert ad Lansbankinn hafi fjármagnad ard-greidsluna????? Var sem sagt ekki bullandi hagnadur af fyrirtaekinu og peningar rúllad inn????

Gunnlaugur H Gunnlaugsson, 18.5.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Stefán B. Jónsson

Það er líklega eins og víða hefur komið fram tilfellið að obbin af þessum aðgreiðslum var innisæðulaus hvað fyrirtækin varðar og bara hreint lánsfé. Ég hef ekki fattað hvernig það getur gengið upp til lengri tíma (2-5 ár) en ég náttúlega er ekki viðskiptafræði menntaður heldur iðnaðarmaður, og það virkar bara ekki hjá iðnaðarmönnum.

Stefán B. Jónsson, 20.5.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband