Andi Jóns svífur yfir HoF

Áhrif Jóns Ásgeirs fara dvínandi, enda sótt að honum úr öllum áttum. Skyldi hann hafa haft frumkvæði að afsögn sinni eða var það vegna þrýstings skilanefndar Landsbankans sem heldur utan um þann hlut sem Baugur átti?

Þrátt fyrir að Jón Ásgeir yfirgefi stjórn House of Fraser mun andi hans eflaust svífa yfir HoF, þess merka fyrirtækis. Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, situr þar í umboði skilanefndarinnar og auk þess Kevin Stanford, sem var meðal stærstu hluthafa í FL Group, og Don McCarthy eiga þar sæti. Stanford og McCarthy voru líka hluthafar í Baugi Group. 


mbl.is Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband