Kvalalaust hjá Hval hf.

Þótt hvalveiðar muni kannski ganga seint og illa á þessu sumri verður seint sagt að Hvalur hf. lepji dauðann úr skel. Hvalur hf. byggir nefnilega afkomu sína ekki á hvalveiðum heldur eignarhaldi verðbréfa. Félagið á um 98% í Vogun fjárfestingarfélagi, sem er stærsti hluthafinn í HB Granda og Hampiðjunni. Hlutur Vogunar er um 40% í Granda, stærsta útgerðarfélagi landsins.

Eigið fé Hvals nam 5,7 milljörðum króna skömmu fyrir bankahrun og voru skuldir fyrirtækisins hverfandi. Sennilega standa fá fyrirtæki jafn traustum fótum um þessar mundir og Hvalur hf.

Ég vona þó að sjá hvalveiðskipin halda úr höfn sem fyrst þannig að við getum nýtt okkar auðlindir með eðlilegum og sjálfbærum hætti og skapað störf og jafnvel gjaldeyri.


mbl.is Óvissa um hvalveiðar vegna lagafrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristján Loftsson er snjall í bisness, þó karakterinn sé skrautlegur. Heldur skynsamlega á sínu og virðist hafa látið "þróaða fjármálatækni" eiga sig á góðæristímanum. 

svansson (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband