Gleymdu stjórnendur LÍ að flagga?

Eins og kemur fram í skýrslu RNA réðu stjórnendur Landsbankans yfir stórum hlut í bankanum í gegnum átta aflandsfélög sem voru mynduð utan um kaupréttarsamninga við starfsmenn bankans. „Eignarhaldið var ekki tilkynnt opinberlega og því vissu smærri hluthafar, almennir fjárfestar og eftirlitsaðilar ekki að stjórnendur fóru í reynd með næststærsta eignarhlut í bankanum,“ segir í frétt Þórðar Snæs Júlíussonar á Viðskiptablaðinu, sem tekur þetta upp úr skýrslu RNA. Ekki verður betur séð en að félögin hafi lotið sömu stjórn.  

Marga grunaði að stjórnendur Landsbankans færu með hluti í þeim aflandsfélögum sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Hins vegar kemur á óvart að hlutur þeirra hafi verið svo stór eða 13% af hlutafé bankans og er ótrúlegt til þess að vita að þessar upplýsingar hafi ekki legið fyrir opinberlega.Fram kemur að fyrir aðalfund Landsbankans árið 2007 bað Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri LÍ, fyrrum forstöðumann skattasviðs LÍ um að safna umboðum frá stjórnum erlendu fjárhagsfélaganna. Forstöðumaðurinn fór því með atkvæðisrétt aflandsfélaga á fundinum og greiddi atkvæði, m.a. til þess að tryggja það að tillaga stjórnar um að starfskjarastefna bankans næði fram að ganga.

Hér hljóta menn að velta því fyrir sér hvort flöggunarreglur hafi verið brotnar fyrir aðalfundinn 2007 fyrst stjórnendur kusu að nýta sér atkvæðisréttinn sem fylgdu bréfunum. Í 78 gr. laga nr. 108 um verðbréfaviðskipti segir m.a. „Eigandi, sem aflar eða ráðstafar hlutum í útgefanda hlutabréfa sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, skal senda með sannanlegum hætti tilkynningu til viðkomandi útgefanda og Fjármálaeftirlitsins ef öflunin eða ráðstöfunin leiðir af sér að atkvæðisréttur hans nær, hækkar yfir eða lækkar niður fyrir eitthvert eftirtalinna marka: 5, 10, 15, 20, 25, 30, 35, 40, 50, 66 2/3 og 90%. Með eiganda er átt við sérhvern einstakling eða lögaðila, sem fer beint eða óbeint með: 1. hluti í útgefanda í eigin nafni og fyrir eigin reikning ... “

Í 79. gr. 1. mgr. 8. Tl. um flöggunarskyldu við sérstakar aðstæður segir hins vegar að flagga beri þegar „ ... umboðsmaður fer með, að því tilskildu að hann geti neytt atkvæðisréttarins samkvæmt eigin ákvörðun berist ekki sérstök fyrirmæli frá eigendum hlutanna.Eitt af markmiðum með því að setja kauprétti starfsmanna inn í aflandsfélög var að komast hjá flöggunarskyldu. Stóra spurningin hlýtur að vera sú hvort stjórnendur Landsbankans hafi gerst brotlegir við lög með því að nýta 13% atkvæðisrétt á aðalfundi árið 2007?


mbl.is Ætlun Kaupþings var að hafa áhrif á markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hver hefði átt að hafa vit fyrir þessum mönnum, þegar aðallögfræðingur bankans lét nota sig eins og ódýra tusku í þessu svikula tafli.

Kristján Birgisson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband