Hagnast um 50 milljarða króna

Stóru viðskiptabankarnir skiluðu samtals ríflega 50 milljarða króna hagnaði á síðasta ári sem eru tölur sem sáust um miðjan áratuginn. Rekstrartekjur þeirra námu 125 milljörðum og hreinar vaxtatekjur rúmum 72 milljörðum króna. Íslandsbanki skilar langbesta uppgjörinu ef horft er til arðsemi. Arðsemi eiginfjár bankans var nærri 30% samanborið við 16% hjá Arion og 10% hjá Landsbankanum. 

Einhvern tíma hefðu tölur sem þessar gefið tilefni til þess að draga tappa úr flöskum og fagna vænum bónusgreiðslum.


mbl.is Hagnaður Arion banka 12,8 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Bankamenn eiga ekki að fá krónu í bónus fyrr en bankarnir eru búnir að skila samfélaginu hverri krónu sem það varð að láta af hendi til þeirra.
Matthías

Ár & síð, 7.5.2010 kl. 17:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   SEGÐU!!!

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2010 kl. 23:24

3 Smámynd: Dingli

Væri ekki rétt að fara að kaupa "verðlausu" hlutabréfin í þessum bönkum?

Dingli, 8.5.2010 kl. 09:20

4 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Það eiga ekki að vera neinar bónusgreiðslur. Þær eru afbrotahvetjandi. 2000 ára saga mannkynsins hefur  margsinnis sýnt fram á þá firru. Konfektkassi eða blóm eru meira við hæfi enda er það hugurinn að baki sem gildir.

Sem dæmi get ég nefnt að Swedbank, stærsti banki Norðurlanda, hefur afnumið allar bónusgreiðslur til stjórnenda.

Árni Þór Björnsson, 8.5.2010 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband