Af hverju ekki dómstólaleiðin?

Af hverju leitar Marel ekki til dómstóla til þess að fá úr skorið um þessa túlkun FME? Þetta hlýtur að vera stóra spurningin eftir að félagið brást hart við úrskurði FME. Hins vegar munu stjórnendur una sektinni eins og kemur fram í fréttatilkynningu og aðhafast ekkert frekar.

Útgefendum fjármálagerninga er heimilt að fresta birtingu upplýsinga til að vernda lögmæta hagsmuni sína. Þar er einkum horft til þess ef birting upplýsinga getur haft áhrif á niðurstöðu samningaviðræðna, einkum ef fjárhagsafkoma útgefanda er í mikilli eða yfirvofandi hættu.

Er það ekki eðlilegur hlutur að menn og fyrirtæki fari með ágreiningsmál fyrir dómstóla landsins?


mbl.is Marel gert að greiða 5 milljónir í stjórnvaldssekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband