3.5.2010 | 13:06
Sofandi kauphöll
Fyrir tæpu ári síðan veitti Fjármálaeftirlitið Íslandsbanka skilyrta undanþágu frá tilboðsskyldu í hlutabréf Icelandair og heimilaði stofnunin bankanum að fara með meira en 50% hlut í félaginu. Við athugun FME kom í ljós að Íslandsbanki hefði óbein yfirráð yfir félaginu sem lánardrottinn stórra hluthafa Icelandair sem stæðu illa fjárhagslega. Veðköll voru því nauðsynleg til að tryggja hagsmuni bankans. FME setti það sem skilyrði að Íslandsbanki færi aðeins með 30% af virkum atkvæðum í Icelandair auk þess sem bankanum bar að selja það stóran hlut í flugfélaginu innan árs að hann hefði hvorki lengur bein né óbein yfirráð að fresti loknum. Samkvæmt þessu hefur Íslandsbanki um þrjár vikur til stefnu til að koma reglu á sín mál en þó getur FME framlengt frestinn um aðra sex mánuði.
Það kemur því spánskt fyrir sjónir að Icelandair, sem ágætur ritstjóri kallaði "fjöregg þjóðarinnar", skuli ekki hafa verið sett á athugunarlista Kauphallarinnar strax í maí í fyrra þegar FME veitt Íslandsbanka undanþágu frá yfirtökuskyldu. Óvissa hefur verið um eignarhald á Icelandair og fjárhagslega stöðu þess í langan tíma. Af hverju kemur það í ljós nú að Icelandir stendur í fjárhagslegri endurskipulagningu?
Icelandair á athugunarlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.