21.4.2010 | 17:12
Gamla vaxtatuggan
Einn helsti dragbítur framfara á Íslandi er vaxtastigið sem er allt of hátt miðað við núverandi aðstæður. Hvernig er hægt að réttlæta háa vexti við þau gjaldeyrishöft sem við búum við. Það var hægt á meðan allt kapp var lagt við að viðhalda sterkri krónu í þenslunni (sem þó skilaði sér í hárri verðbólgu). Í dag fitna hundruðir milljarða króna inni í bankakerfinu á þeim ofurvöxtum sem Seðlabankinn leggur til.
Á árunum 2006-2008 var mikil umræða um hátt vaxtastig í landinu. Þess vegna er sérkennilegt nú hversu lítil umræða fer fram um hið háa vaxtastig sem er enn í landinu í miðri kreppu, þótt það hafi að vísu lækkað í smáskömmtum. Það er að drepa skuldsett atvinnulíf og skuldsetta einstaklinga en letur að sama skapi fjármagnið til góðra verka, s.s uppbyggingar og nýsköpunar.
Íslensk fyrirtæki verða að fjárfesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Er þetta ekki bara gott mál. Svona láta menn lýðinn byrja að borga hrunið!
itg (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:29
Alveg rétt. Á meðan fjármangsneigendur geta látið fjármagn sitt bólgna út í bönkunum er engin ástæða fyrir þá til að taka þá peninga út til að setja í aðrar fjárfestingar s.s. nýsköpun. Það þarf að lækka vexti umtalsvert ...
Markús Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.