Verðbólgan bítur í skotið á öllum

Forystumenn Alþýðusambandsins verða að átta sig á því að verðbólgan bítur líka í fyrirtækin í landinu í formi aukins fjármagnskostnaðar og hærri rekstrarkostnaðar. Húsaleiga í stærstu og bestu verslunarrýmum landsins er undantekningarlaust bundinn verðlagsþróun og því hækkar þessi einn stærsti kostnaðarliður fyrirtækja í verslun í samræmi við verðbólguna. Eflaust ætti Alþýðusambandið að beina spjótum sínum að þeim aðilum sem eiga stærstu verslunarrými landsins, t.d. Landsbankanum, Arion og kröfuhöfum í Reitum. Ætli menn fái ekki þarsama svar; að verðbólgan bíti í leigusalana.

Hitt er svo annað mál að ofgnótt verslunarrýmis á höfuðborgarsvæðinu kallar á mikla óhagkvæmni í íslenskri verslun sem leiðir svo til hærra vöruverðs.


mbl.is „Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við erum öll undir þessum sama himni - eða það hefði ég haldið

Jón Snæbjörnsson, 24.3.2010 kl. 11:27

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gylfi er eitt hallærislegasta skoffín sem komið hefur fram í seinni tíð.  Nautheimskur framapotari sem hugsar eingöngu um eigin hag.  Þvílíkur bullari og hálfviti.

Guðmundur Pétursson, 24.3.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband