Kjaftshögg eða bara rothögg?

Stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja ekki tímabundna greiðsludreifingu aðflutnings- og vörugjalda sem rann út um áramótin, eins og Pressan segir frá í dag. Frá og með 15. mars verður því einn gjalddagi á Það er engum vafa undirorpið að þessi greiðsludreifing hefur gert fyrirtækjum kleift að láta hjólin ganga í gegnum fyrstu mánuðina eftir hrunið. Því miður munu mörg fyrirtæki ekki komast í gegnum þetta og í raun og veru er full ástæða til að óttast vöruskort þegar líða tekur á árið því leið og fyrirtæki lenda í vanskilum með aðflutningsgjöldin þá lokast fyrir "tollkrítina".

Ég fjallaði aðeins um þetta mál á blogginu hér í byrjun febrúar:"Það er varla hægt að segja að hagur atvinnulífsins hafi vænkast á síðustu mánuðum. Kostnaður vegna launatengdra gjalda hefur hækkað gríðarlega á síðustu mánuðum og gengi krónunnar mun varla styrkjast í komandi framtíð. Bankarnir eru varla byrjaðir að taka á vanda skuldsettra fyrirtækja. Í könnun Capacent Gallup, sem greint var frá í janúar, kom fram að 92% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins töldu að aðstæður í hagkerfinu væru slæmar og 43% álitu að aðstæður myndu fara versnandi á næstu mánuðum. 

Sá dráttur sem hefur orðið á endurreisn fjármálakerfisins, verulegur samdráttur í einkaneyslu og haftabúskapur, sem verður viðvarandi næstu árin, hafa dregið verulegan þrótt úr fyrirtækjum landsins. Litlar aðgerðir af hálfu hins opinbera geta hins vegar hjálpað fyrirtækjum mikið til eins og greiðsludreifing aðflutnings- og vörugjalda hefur sýnt. Með því að framlengja greiðslum áfram er hægt að láta hjól efnahagslífsins ganga áfram á meðan beðið er eftir að við finnum hinn svokallaða botn sem augljóslega hefur ekki verið náð."

 

Vinnubrögð stjórnvalda eru svo annar handleggur. Tíu dögum fyrir gjalddaga fá atvinnurekendur að vita að greiðsludreifing er ekki lengur í boði. Þetta minnir svolítið á skattahækkanirnar korteri fyrir áramót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála, taktleysi stjórnvalda er skelfilegt á öllum sviðum. Reksturinn er ekki í blóma þessa dagana og nú er nokkuð ljóst að það verður dráttur á því að hægt verði að leysa út vörur.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband