Færsluflokkur: Pepsi-deildin
10.5.2009 | 20:00
Allt er þá þrennt er
Stuðningsmenn Fram hljóta að fagna því að Sjóvá hefur gerst aðalstyrktaraðili liðsins, enda bíða fyrirtæki ekki eftir því í unnvörpum að styrkja íþróttafélög þessi dægrin. Maður hlýtur hins vegar að velta vöngum yfir tengslum Framara við tryggingafélögin. Á fáum árum hafa öll stóru tryggingafélögin stutt Fram. Fyrst var það VÍS, svo kom TM eftir að framarinn Hannes Smárason í FL Group hóf að styrkja félagið og nú Sjóvá.
Tíu Framarar lögðu ÍBV 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |